Kirkjukrakkar

Kirkjukrakkar er starf fyrir krakka í 1.-4. bekk.
Starfið verður á þriðjudögum kl. 14:15-15:15 í kórkjallara kirkjunnar.

Þar er ýmislegt brallað, t.d. leikir, bakað og föndrað. Í lok stundar er bæn og biblíusaga. Börnin verða sótt í frístundarheimilið Draumaland og fylgt aftur þangað þegar starfinu lýkur. Nauðsynlegt að skrá barnið í starfið: kristny@hallgrimskirkja.is.

Starfið er ókeypis og allir velkomnir.

Umsjón með starfinu hefur Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri og djákni og Hilda María Sigurðardóttir guðfræðinemi.