Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 22. október kl. 11

Ragnheiður Bjarnadóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og Stúlknakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.

Barn borið til skírnar í upphaf guðsþjónustunnar.

Barnasöngvar og sunnudagaskólalögin sungin. Fræðsla og hugvekja í anda sunnudagaskólans.

Fermingarbörn aðstoða við messuna og í lok guðsþjónustunnar skiptumst við á friðarkveðju og síðan er hægt að kveikja á friðarljósi í kórtröppum.