Sál tékkneskrar tónlistar í hjarta Reykjavíkur
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Laugardaginn 4. október 2025 kl. 12:00
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Miðaverð: 2.900 kr.
Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi frá Konservatoríunni í Kromeříž og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu og hún hefur leikið einleik víða í Evrópu.Lenka hefur starfað á Íslandi frá árinu 1990, fyrst á Stöðvarfirði, svo árin 1993-2007 sem kantor við Fella- og Hólakirkju og árin 2007 – 2024 í Kópavogskirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari á orgel. Auk starfa sinna við kirkjur hefur Lenka kennt orgelleik við Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar, Listaháskóla Íslands og leikið með Karlakór Reykjavíkur, Drengjakór Reykjavíkur, Mótettukór og Hljómeyki á tónleikum hérlendis og erlendis, svo sem í upptökum fyrir sjónvarp, útvarp og hljómdiska. Á undanförnum árum hefur Lenka sinnt kórstjórnarstarfi í auknum mæli og verið ráðin sem kórstjóri Samkórs Kópavogs. Einnig hefur hún verið stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, Dómkórsins og Háskólakórsins í afleysingum.
Viera Gulázsi Maňásková nam orgelleik við P. J. Vejvanovský-tónlistarskólann í Kroměříž undir handleiðslu prófessors Karel Pokora. Að námi loknu starfaði hún sem æfingastjóri og leikkona við Horácké-leikhúsið í Jihlava.Árið 1991 flutti hún til Íslands og hóf hér opinberlega tónlistarferil sinn.
Í Seltjarnarneskirkju í Reykjavík gegndi hún stöðu organista og kórstjóra, og stofnaði árlegu tónlistarhátíðina Listahátíð Seltjarnarness, sem hún stjórnaði í mörg ár. Hún hélt áfram tónlistarnámi og nam óperusöng við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Alinu Dubik.
Að því námi loknu hóf Viera feril sinn sem einsöngvari.Árið 2007 kom hún fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og söng einnig með nokkrum íslenskum kammersveitum. Sama ár hóf hún samstarf við kammersveitina Virtuosi di Praga sem einsöngvari, með tónleikaferðalagi til Slóvakíu og fjölmargra borga í Tékklandi, þar á meðal í Klementinum og Rudolfinum í Prag.Viera er virk á tónleikasviðinu og syngur með ýmsum kammerhópum og kemur reglulega fram með píanómeðleikara. Hún hefur meðal annars haldið útitónleika í Suður-Ítalíu.
Undanfarin ár hefur hún verið í "dúettasamstarfi" með píanistanum Emu Jedlička Gogová, gítarleikaranum Vladislav Bláha og organistanum Lenku Máteová.
Frá árinu 2022 hefur hún gegnt starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Vyškov.
Efnisskrá:
Antonín Dvořák: The Lord is My Shepherd, Biblical Songs, Op. 99
Leoš Janáček: Ave Maria
Bohuslav Martinů: Vigils, H. 382
Antonín Dvořák: Evening Songs, Op. 31, selection
All You Who Are Weary
I Am Like a Spreading
Linden Tree
When I Looked Up to the Heavens
Antonín Dvořák: Song to the Moon, Rusalka’s Aria from the opera Rusalka
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR