Útskriftartónleikar - Listaháskóli Íslands / Pétur Nói Stefánsson

04.05.25 kl. 16:00
Hallgrímskirkja

Flytjendur
Pétur Nói Stefánsson

Pétur Nói Stefánsson
BA. Kirkjutónlist

Pétur Nói hóf píanónám 6 ára gamall við Tónlistarskóla Árnesinga hjá Ester Ólafsdóttur. Hann lauk framhaldsprófi í orgelleik undir handleiðslu Kára Þormar vorið 2022.

Síðustu þrjú ár hefur Pétur Nói stundað nám hjá Birni Steinari Sólbergssyni á orgel við Listaháskóla Íslands á kirkjutónlistarbraut. Hann lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar vorið 2023.

Pétur hefur haldið orgeltónleika í Selfosskirkju og Hóladómkirkju, leikið með Söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Undanfarin sumur starfaði hann sem bæjarlistamaður og hélt reglulega hádegistónleika í Hveragerðiskirkju. Pétur Nói var ráðinn organisti við Eyrarbakkakirkju haustið 2023.

Pétur Nói kemur fram á tónleikum á Orgelsumri í Hallgrímskirkju í sumar 2025.