Fyrsta skóflustungan 15. des. 1945

15. desember 2021
Fréttir
Fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju á þessum degi, 15. desember, árið 1945. Sá merki viðburður vakti enga athygli í Reykjavík. Enginn fjölmiðill sendi fulltrúa sinn og því var hvergi greint frá tiltækinu og engin mynd var tekin. En Kvenfélag Hallgrímskirkju lét sig það litlu varða og bakaði með gleði upp kapellu og turn stórkirkjunnar. Þökk sé þeim einbeittu konum. Þær eru meirihluti ofurhugaliðsins. Þegar byrjað var á byggingu kapellunnar, neðri hluta kirkjukórsins, var á holtinu braggabyggð stríðsáranna. Erfitt hafði reynst að fá lóð fyrir kirkjuna meðan stríðið geisaði en tókst eftir að herirnir voru farnir. Miðað við fátækt sóknarfólks var fáránlegt að láta sig dreyma um stóra byggingu, hvað þá að fara af stað. En kapellan var svo vígð tæplega þremur árum eftir að mold og möl voru fyrst hreyfð og grunnur tekinn. Kapella Hallgrímskirkju var vígð 5. desember 1948.

Um undirbúning byggingar Hallgrímskirkju er vænlegast að lesa hina nákvæmu og læsilegu Hallgrímskirkjubók dr. Sigurðar Pálssonar um sögu og starf Hallgrímskirkju, Mínum Drottni til þakklætis.

Stutta útgáfan um upphaf kirkjunnar er í prédikun þegar minnst var 70 ára afmælis vígslu Hallgrímskirkjukapellunnar. Sjá þessa smellu