Á allra heilagra messu í byrjun nóvember er lífið þakkað og látinna minnst í kirkjum heimsins. Það er gott að koma í kirkju, kveikja á kertum og minnast ástvina sem eru farin í himininn.
Elísabet Þórðardóttir, organisti í Laugarneskirkju, kemur fram á hádegistónleikum í tónleikaröðinni Haust í Hallgrímskirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 12:00. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á tix.is