Fréttir af safnaðarstarfi: Febrúar 2022

Pútínlandið – ferðir á föstu

27.02.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Prestar, Kirkjustarf, Jesús Kristur
Jesús og Pútín hafast ólíkt að. Jesús fór í friði og vildi hjálpa fólki. Ferð hans var til að leysa vanda. Engir herir, engin fórnarlömb. Hann var sjálfur farvegur friðarins. Föstuferð Pútíns er alger andstæða. Jesús fór ekki til að spilla valdi eða efna til átaka. Pútín fer með eldi og neyðir fólk til ofbeldis og hlýðni. Hann sendir fólk í dauðann og beitir ofríki gagnvart nágrönnum sínum, fullvalda frændsystkinum og drepur þau ef þau hlýða ekki túlkun hans. Jesús gerði sér grein fyrir að ferð hans til Jerúsalem gæti endað með skelfingu. Hann hafnaði að sölsa undir sig með valdi heldur fór leið friðarins. Prédikun Sigurðar Árna Þórðarson á sunnudegi í föstuinngangi, 27. febrúar, 2022.

Kvöldkirkjan - friðar- og bænakerti tendruð

25.02.2022
Fréttir
Kvöldkirkja sunnudagskvöldið 27. febrúar kl. 20-22. Íhugun á heila og hálfa tímanum. Tónlist: Kira, Kira. Friðar- og bæna kerti tendruð.

Kveikjum friðarljós

24.02.2022
Fréttir
Rússar hafa ráðist inn í Úkraínu. Friðarathöfn verður í Hallgrímskirkju kl. 18. Kveikt verður á friðarkertum. Allir geta fengið kerti og kveikt á friðarljósum. Lesinn verður friðartexti, leikið verður á orgel kirkjunnar og klukkuspilið í turni hennar. Við innrás og stríð er mikilvægt að veita sterkum tilfinningum í farveg orða og tjáningar. Að kveikja friðarljós í Hallgrímskirkju er gjörningur í þágu friðar. Við getum líka kveikt friðarbál þjóðarinnar með því að kveikja ljós í gluggum húsa okkar. Hallgrímskirkja verður opin til kl. 19, fimmtudaginn 24. apríl.

Guðsþjónusta og barnastarf 20. febrúar kl.11 Biblíudagurinn

16.02.2022
Fréttir
Guðsþjónusta 20. febrúar kl.11 Biblíudagurinn

Guð er Bonus

13.02.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir, Helgihald, Kirkjustarf
Maður sem tekur Jesú Krist alvarlega getur ekki leyft sér að trú að lífið sé leiðinlegt. Kristindómur bannar mönnum ekki að gagnrýna og greina milli góðs og ills. Þvert á móti. En kristnin bannar mönnum, að loka augunum fyrir fegurð, möguleikum, nýsköpun og gleði og að Guð er frábær. Kristnin er átrúnaður gleðinnar en ekki depurðar.

Himinmyndin

09.02.2022
Fréttir
Nágrannar okkar og ferðaþjónusta á Skólavörðustígnum, Guide to Iceland, birtir fjölda glæsilegra mynda á vef sínum og samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum dögum var þessi himinmynd af Hallgrímskirkju á facebook-vef fyrirtækisins. Við fengum leyfi til að birta hana á vef Hallgrímskirkju. Á henni sést að hún var tekin þegar vetrarhátíð var haldin í Reykjavík, snjór var yfir öllu og mikið af bílum var á holtinu. En myndin opinberar vel hina fallegu hönnun lóðar kirkjunnar sem Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Ögmundur bróðir hennar unnu. Sporaskja, egg, tákn um hið nýja. Mynstrið á Hallgrímstorgi, unnið úr keltneskum fyrirmyndum, hefur heillað marga. Þegar myndin af himnum birtist á vef Guide to Iceland vakti hún mikil viðbrögð og margir ferðamenn tjáðu hrifningu sína og sögðu álit sitt á kirkjunni og hvað áhrif hún hafði. M.a. voru þessi viðbrögð: Garry Delday: Incredible piece of architecture, as stunning inside. Took 41 years to build but they got it right. Peggy Johnson Kessel: One of my favorite places on earth. My husband & I visited for our 25th. anniversary. Hallgrímskirkja is as beautiful inside as it is on the out. And quite a breathtaking view of Reykjavik & beyond from the tower too!

Ofbirta á Hallgrímskirkju

03.02.2022
Fréttir
Vetrarhátíð í Reykjavík hófst 3. febrúar. Verkið Ofbirta var sýnt á Hallgrímskirkju.

Sunnudagaskólinn og fleira hefst á ný!

02.02.2022
Fréttir
Allt barna- og æskulýðsstarf í Hallgrímskirkju hefst á ný.