Kirkjuklukkur
Kirkjuklukkur og klukknaspil
Í turni Hallgrímskirkju eru 3 stórar kirkjuklukkur og klukknaspil með 29 bjöllum.
Klukknaspilið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Kirkjan er ein þriggja í höfuðborginni sem slær tímaslög.
Klukkurnar
Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími, eiginkonu hans og dóttur þeirra sem dó ung.
Hallgrímur
Hallgrímur er stærsta klukkan.
Þyngd er 2851 kíló og hæð er 178 sentímetrar.
Klukkan gefur tóninn h.
Guðríður
Guðríður er miðklukkan.
Þyngd er 1650 kíló og hæð er 145 sentímertar.
Guðríður gefur tóninn d.
Steinunn
Steinunn er minnsta klukkan.
Þyngd er 1155 kíló og hæð er 117 sentímetrar.
Steinunn gefur tóninn e.
Hvenær er klukkunum hringt
Klukkunum er hringt til að merkja almennt tímatal, messur og aðrar kirkjulegar athafnir.
Tímatal
Hringt er reglulega til að merkja tímann á 15 mínútna fresti.
Virka daga er hringt milli klukkan 9 og 21
Um helgar og hátíðir er hring milli klukkan 12 og 21 ef ekki er messað.
Hringjarar, organisti og prestar velja saman lög og lagahluta sem eru notaðir sem tímamerki.
Klukkan Hallgrímur er notuð fyrir tímaslög á heila tímanum.
Messur
Hringt er til allra almennra guðsþjónusta í þremur stigum:
- 30 mínútum fyrir messu: 1 klukka í 2 mínútur.
- 15 mínútum fyrir messu: 2 klukkur í 2 mínútur.
- Fyrir upphaf messu: Samhringt í 3 mínútur.
Hringt er fyrir stórhátíðir:
- Jól, páska og hvítasunnu: Samhringt í 3 mínútur klukkan 18
- Áramót: Samhringt í 5 mínútur
Ekki er hringt til messu:
- föstudaginn langa
- snemma aá morgni páskadags.
Brúðkaup
Hringt þegar brúðhjón ganga úr kirkju að lokinni hjónavígslu.
Ekki er samhringt við athafnir á virkum dögum.
Útfarir
Aðeins hringt einni klukku.
Líkhringing er eitt slag í senn og líður nokkur stund á milli slaga. Við upphaf útfararathafnar eru hringd 3x3 slög. Líkhringing er þegar kista er borin úr kirkju.
Ekki er samhringt við athafnir á virkum dögum.
Sérstakir viðburðir
Hringja má utan fastrar dagskrár
- vegna atburða í samfélaginu
- að beiðni kirkjulegra yfirvalda, eða
- samkvæmt ákvörðun presta kirkjunnar.
Hringingar eru ekki gerðar að óformlegum beiðnum nema tilefnið sé kirkjulegs eða sérstakgs tilefnis.
Hringjarar sjá um sérstakar hringingar sem sóknarnefnd, prestar, organistar og félög á vegum kirkjunnar efna til.
Hlutverk hringjara
Hringjarar sjá um:
- Viðhald: Að tryggja að klukkur og allur hringingarbúnaður sé nothæfur. Þeir leggja til viðgerðir eða nýjan búnað fyrir sóknarnefnd.
- Miðlun: Að uppfæra efni og upplýsingar um klukkurnar og klukknaspil á heimasíðu Hallgrímskirkju og sjá um samskipti við fjölmiðla um hringingar og sérstaka viðburði sem kalla á hringingar.
- Skipulagning: Að fylgjast með og koma með tillögur að sérstökum viðburðum til að klukkurnar syngi sem mest og þjóni sem best.
Almennt um reglur og hringingar
Hringingar Hallgrímskirkju skulu vera í samræmi við starfsreglur þjóðkirkjunnar og innri samþykktir hennar, sjá XVIII. Sé reglum breytt er varða kirkjuklukkur skulu hringjarar Hallgrímskirkju lúta þeim breytingum.
Samþykkt á sóknarnefndarfundi 12.2.2019.