Velkomin í Sunnnudagaskólann

Sunnudagaskólinn í Hallgrímskirkju býður allar fjölskyldur á öllum aldri hjartanlega velkomnar í skemmtilegt barnastarf!

Hvar og hvenær hittumst við?

Alla sunnudaga í Hallgrímskirkju klukkan 11

Hópurinn byrjar í sameiginlegri guðsþjónustu í aðalkirkjunni. Eftir stutta stund fara börnin með leiðtogum inn í Suðursal og eiga skemmtilega stund saman.

Hvað er brallað í Sunnudagaskólanum?

Dagskráin er fjölbreytt og byggð á leik og sköpun:

  • Sögur og söngur: Biblíusögur, bænir og söngur.
  • Leikir: Leikir, fjársjóðsleit og brúðuleikhús.
  • Sköpun: Alltaf er föndrað eitthvað sem tengist sögu og boðskap dagsins.

Við lok fjölskyldustundarinnar er boðið upp á léttar veitingar í messukaffinu.

Umsjón með Sunnudagaskólanum

 Starfið er í höndum reyndra leiðtoga:

  • Ragnheiður Bjarnadóttir
  • Rósa Hrönn Árnadóttir
  • María Elísabet Halldórsdóttir
  • Lilja Rut Halldórsdóttir
  • Lára Ruth Clausen
  • Erlendur Snær Erlendsson
  • Kristbjörg Katla Hinriksdóttir