Tónlistarstarf

Hallgrímskirkja hefur allt frá vígslu kirkjunnar 1986 staðið fyrir metnaðarfullu tónlistarlífi. Sérstök áhersla er lögð á kirkjutónlist, listræn gæði, nýsköpun, fjölbreytni auk samstarfs við íslenska og erlenda listamenn. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á samstarf við menningarstofnanir og má þar nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Barokkbandið Brák, Listaháskóla Íslands, Iceland airwaves, Myrka músíkdaga og Óperudaga.

Skipulag tónleikahalds kirkjunnar er fjórskipt og skiptist í eftirfarandi tónleikaraðir: Vetur & Vor, Orgelsumar, Haust í Hallgrímskirkju og Aðventa & Jól. Að jafnaði eru haldnir um það bil 40 tónleikar árlega í kirkjunni og aðsóknin um 10.000 áheyrendur.

Þrír starfsmenn koma að skipulagningu og utanumhaldi tónlistarstarfsins í Hallgrímskirkju auk kirkjuhaldara og kirkjuvarða. Björn Steinar Sólbergsson, organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju, Steinar Logi Helgason, kórstjóri og organisti og Sólbjörg Björnsdóttir tónleika- og kynningarstjóri.

Nýsköpun og ný tónverk

Nýsköpun hefur alla tíð verið leiðarljós í tónlistarstarfi kirkjunnar. Fjöldi tónskálda hafa samið verk fyrirkirkjuna, ma. kórverk, orgelverk, en einnig stærri verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Má nefna að búið er að panta ný verk sem frumflutt verða í ár (2025) eftir Finn Karlsson, Arngerði Maríu Árnadóttur, Huga Guðmundsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson, Báru Grímsdóttur og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur.

Gert er ráð fyrir að um 400 flytjendur komi fram á tónleikum á vegum Hallgrímskirkju það sem eftir lifir af árinu 2024 meðal annars; Kór Hallgrímskirkju, Kammersveit Reykjavíkur, Barokkbandið Brák, Umbra ensemble auk fjölda íslenskra og erlendra organista, söngvara og hljóðfæraleikara.

Þjóðarhelgidómur á Holtinu

Hallgrímskirkja er oft kölluð þjóðarhelgidómurinn á Holtinu. Hún er staðurinn þar sem þjóðin safnast saman á við hin ýmsu tilefni, bæði í gleði og sorg. Hún er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en áætlað er að um 20% ferðamanna sem koma til Íslands heimsæki kirkjuna. Hallgrímskirkja hefur sérstöðu af mörgum ástæðum. Sökum hönnunar hennar, staðsetningar og sem ein af höfuðkirkjum landsins.

Hallgrímskirkja er í senn, tilbeiðslustaður, ferðamannastaður og tónleikahús. Miklar væntingar eru gerðar til kirkjunnar sem tónleikastaðar og hafa tónleikagestir getað gengið að því sem vísu að tónlistarflutningur sé á hæsta gæðastigi. Hallgrímskirkja hefur ávallt lagt mikið upp úr því að þjóna þessu hlutverki sínu þar sem fjölbreytt og glæsileg kirkjutónlist hljómar og fremstu tónlistarmenn koma fram.

Dagskrá undanfarinna ára

Hér að neðan má sjá veggbannera með dagskrá undanfarinn ára í Hallgrímskirkju

  • Aðventa og jól 2025


  • Haust 2025


  • Orgelsumar 2025


  • Tónleika vetur og vor 2025


  • Tónleikadagskrá 2024 og fyrr


  • Titill eða spurning

    Lýstu hlutnum eða svaraðu spurningunni svo að áhugasamir gestir síðunnar fái frekari upplýsingar. Þú getur lagt áherslu á þennan texta með byssukúlum, skáletri eða feitletruðu og bætt við tenglum.