Kór Hallgrímskirkju

Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021 og telur um 70 manns. Kórinn hefur frá stofnun tekið þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju ásamt því að sinna tónleikahaldi og upptökum. Hann leggur mikið upp úr flutningi á íslenskri kórtónlist og stuðlar að nýsköpun með frumflutningi nýrra tónverka.

Kórinn hefur átt í gjöfulu samstarfi við Barokkbandið Brák, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Steinar Logi Helgason er stjórnandi Kórs Hallgrímskirkju.

Á döfinni

Kórinn á samfélagsmiðlum

Verk sem samin hafa verið fyrir Kór Hallgrímskirkju

Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér (2021) – Þorvaldur Örn Davíðsson

Á Hvítasunnudag (2022) – Finnur Karlsson

Ubi caritas (2022) – Sigurður Sævarsson

Psalm 116 (2022) – Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ave verum corpus (2022) – Hjálmar H. Ragnarsson

Ave maris stella (2023) – Elín Gunnlaugsdóttir

Tu solus qui facis mirabilia (2022) – Þorvaldur Örn Davíðsson

Pater noster (2024) – Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Hosanna filio David (2024) – Finnur Karlsson

Veni Sancte Spiritus (2024) – Bára Grímsdóttir

Canticum Novum (2024) – Hreiðar Ingi Þorsteinsson

Önd mín af öllum mætti (2024) – Þorvaldur Örn Davíðsson

Ave Maria (2025) – Hugi Guðmundsson

Sköpun (2025) – Finnur Karlsson