Samtal við prest

Hjá prestum kirkjunnar er hægt að sækja sálgæslu fólki að kostnaðarlausu. Prestar starfa samkvæmt faglegum sjónarmiðum og siðareglum presta en eru ekki meðferðaraðilar.

Viðtöl við presta geta tengst sorgarferli eða áföllum, hjónaerfiðleikum, trúarglímu eða tilvistarspurningum. Þegar þörf þykir getur prestur gert tillögu um úrvinnslu mála eða meðferð.

Panta viðtal

Hægt er að panta viðtal:

  • í gegnum síma, eða
  • með því að senda tölvupóst.