Ástin í Passíusálmunum

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum. Sigurður Árni Þórðarson fjallar um ástina í Passíusálmunum þriðjudaginn 2. mars kl. 12,15 í Suðursal Hallgrímskirkju. Þessari fræðslusamveru verður ekki streymt en verður birt sem hljóðskrá – podcast – síðar… More Ástin í Passíusálmunum

Barnið í garðinum – og nýtt líf

Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. febrúar 2021 kl. 11. 2. sunnudagur í föstu. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og prédikar. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir stýra barnastarfinu. Í prédikuninni verður rætt um um börn í fornöld en líka í Reykjavík samtíma okkar. Kynnt verður ný uppvaxtarsaga Sævars Þórs… More Barnið í garðinum – og nýtt líf

Kirkjulífið og sóttvarnir eftir 24. febrúar 2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið sett. Reglur og rammar sem varða starf Hallgrímskirkju eru hér að neðan. Gildistíminn er 24. febrúar – 17. mars 2021. Helgiathafnir í kirkjuskipi Hallgrímskirkju 200 hámarksfjöldi í helgiathöfnum (þmt guðsþjónustur, helgistundir, fræðslusamverur, útfarir, fermingar og aðrar athafnir). Tryggt sé að amk einn metri sé milli ótengdra aðila. Grímuskylda. Með… More Kirkjulífið og sóttvarnir eftir 24. febrúar 2021

Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Á  morgun, þriðjudag kl. 12.15, fjallar Irma Sjöfn Óskarsdóttir um Maríu í fyrirlestri um baráttukonur í Biblíunni í Suðursal Hallgrímskirkju. Yfirskrift fyrirlestursins er “María, unglingurinn sem breytti heiminum”   Þar verður fjallað um sögu Maríu eða Mirjam, ungu konunnar sem sagði já við jái Guðs og varð móðir Jesú Krists. Hver var hún og er ?  Hvaða hlutverki… More Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

Steinunn les og Hrafnkell spilar

Passíusálmar eru kjarnafæða fyrir andlegt líf og félagslega heill. Á rás 1 á RÚV les Steinunn Jóhannesdóttir passíusálmana eftir kvöldfréttir kl. 22. En svo les hún 19. passíusálm í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12. Á undan og eftir lestrinum leikur Hrafnkell Karlsson á orgelið. Svo verður Biblíufræðsla í Suðursal eftir Passíusálmalesturinn. Verið velkomin.

Guðsþjónusta sunnudaginn 21.febrúar

Á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar,  er guðsþjónusta og barnastarf  kl. 11.00. Sungnir verða sálmar eftir konur, bæði lög og textar. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónunum.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur. Sálmarnir sem verða sungnir eru: 549 … More Guðsþjónusta sunnudaginn 21.febrúar