Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Tónleikar þeirra Hjörleifs Valssonar fiðluleikara og Jónasar Þóris orgelleikara verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. ágúst kl. 17:00. Einungis 200 miðar eru í boði á tónleikanna, til þess að sóttvarnarskilyrðum sé fullnægt, og er miðaverð kr. 4500. Dagskrá tónleikanna verður ferðalag í tónum, 400 ára ferðalag frá Heinrich Ignaz Franz von Biber (1644), í gegnum… More Ferðalag í tónum með Hjörleifi og Jónasi Þóri

Orgelsumar – Kjartan Jósefsson Ognibene

Kjartan Jósefsson Ognibene kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins næsta laugardag, 7. ágúst. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega vegna nýrra sóttvarnarreglna en skrá þarf gesti í sæti fyrir tónleikana og getur það tekið nokkrar mínútur. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á… More Orgelsumar – Kjartan Jósefsson Ognibene

Að vera trúr í því smæsta og þeim smæstu

Sunnudaginn 1. ágúst er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Messuþjónar aðstoða. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene.  Sem forspil leikur hann “Upp skapað allt í heimi hér” e. Jesper Madsen og sem eftirspil “Fantasíu”  e. Jean Langlais. Forsöngvarar eru Guja Sandholt, Hugi Jónsson, Margrét Hannesdóttir og Þorsteinn Freyr… More Að vera trúr í því smæsta og þeim smæstu

Morgunguðsþjónusta kl. 10.30

Miðvikudaginn 28. júlí er guðsþjónusta kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari, sr. Ása Björk Ólafsdóttir flytur hugleiðingu og leikmenn leiða bæn og söng. Eftir stundina er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir!

Orgelsumar – Tuuli Rähni

Tuuli Rähni, organisti Ísafjarðarkirkju, kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins í Hallgrimskirkju laugardaginn, 31. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur. Hægt er að fá miða við innganginn og á tix.is. Ókeypis er fyrir börn undir 16 ára aldri. Tuuli Rähni starfar sem organisti Ísafjarðarkirkju og kennir einnig píanóleik og söng. Hún… More Orgelsumar – Tuuli Rähni

Sunnudagur í Hallgrímskirkju

Sunnudaginn 25. júlí er guðsþjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11.00  Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða.  Organisti er Matthías Harðarson og forsöngvarar eru: Íris Björk Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Sigurður Sævarsson og Þorkell Helgi Sigfússon. Prédikunarefni dagsins eru kunnugleg orð Jesú úr Fjallræðunni : “Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður… More Sunnudagur í Hallgrímskirkju