Það er gott að sækja í kyrru

Hallgrímssöfnuður á afmæli og er áttatíu ára. Árið 1940 ákvað Alþingi að stofna þrjár nýjar sóknir í Reykjavík og þar á meðal var Hallgrímssókn. Fyrstu árin var helgihald í Austurbæjarskóla. Bygging Hallgrímskirkju hófst svo árið 1945 og þremur árum síðar var kjallari kórsins vígður sem kirkjusalur. Þar var messað þar til nýr kirkjusalur var tekinn í… More Það er gott að sækja í kyrru

Langlundargeð

Búðarferð dagsins, skáskýt mér milli hillna, verð vandræðaleg með grímuklætt andlitið og gufuslegin gleraugun.  Afsakandi augnaráð – ekki koma nær,  við erum að vanda okkur og passa upp á hvert annað, ekki satt. Teygi mig í hrökkbrauðspakkann og hugsa um leið „Hefði kannski átt að panta á netinu ?“ Niðurstaðan er að það er gott… More Langlundargeð

Gera eða vera

Upptaka þessarar hugleiðingar er að baki þessari smellu. Ekki snerta, ekki taka í hendur, halda sér langt frá öðrum. Þetta sem er svo langt frá því sem okkur hefur verið kennt og þykir svo mikilvægt. Okkur er gert erfitt fyrir að gera það sem við vildum svo gjarnan, knúsa fólkið okkar, fara í sund eða… More Gera eða vera

Afmæli og fyrsta guðsþjónustan

Myndskeið – íhugun um guðshúsið Hallgrímskirkju að baki smellunni. Á þessum degi, 14. október árið 1962, var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Til þess tíma og raunar til 1974 var messað í kór kirkjunnar. Á árinu 1962 hafði verið lokið að steypa upp veggi kirkjuskipsins til hálfs og undirstöður súlna í kirkjuskipinu. Þá hafði… More Afmæli og fyrsta guðsþjónustan

Hvenær endar þetta eiginlega?

Fólk er orðið þreytt á faraldrinum. Bylgjan nú er mörgum þungbærari en í vor. Ekki sér til enda farsóttarinnar. Veiran hemur samfélag manna. Þreyta fólks, ótti og leiði hefur nafn; fararsóttarþreyta. Sú þreyta er jafnvel í veldisvexti. Þegar álag vex og ekki sér út úr kófinu verður styttra í kviku fólks. Samfélagsstreitan vex og ósætti… More Hvenær endar þetta eiginlega?

Haustganga

Haustganga í dalnum, kyrrðin er líknandi og haustsvalinn eins og smyrsl á amstur dagsins og áhyggjur. Trén standa vörð um Elliðaárnar eins og virðulegir öldungar sem eru búnir að lifa tímana tvenna, mörg vor og mörg haust.  Fegurðin óumdeilanleg, litirnir tjá nýtt tímaskeið eftir grænar vaggandi laufkrónur sumarsins. Það er fegurð og líf allt í… More Haustganga