Bleik Hallgrímskirkja – lok okóber og nóvember tekur við
31. október 2024

Bleik Hallgrímskirkja, október 2024.
Í dag er síðasti dagur októbermánaðar og á morgun; Allra heilagra messu, tekur nóvember við.
Við í Hallgrímskirkju sýnum áfram stuðning þó kirkjan breyti um lit enda má styrkja Krabbameinsfélagið
allt árið: https://www.krabb.is/bleika-slaufan
Fylgist með á Skólavörðuholtinu (og hér) annað kvöld og sjáið hvaða litadýrð nóvembermánuður hefur að færa.
Myndir: Eiríkur Jóhannsson
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!


