Í dag fögnum við fjórða sunnudegi í aðventu með fjölbreyttri og gleðilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa í Hallgrímskirkju. Dagskráin hefst með fjölskylduguðsþjónustu þar sem aðventan og boðskapur jólanna eru í brennidepli á aðgengilegan og notalegan hátt.
Að guðsþjónustu lokinni tekur við jólaball Hallgrímskirkju þar sem börn og fullorðnir koma saman í leik, dansi og jólaskapi. Síðar um daginn ljúkum við dagskránni með tónleikum undir yfirskriftinni Syngjum jólin inn, þar sem lestrar, kórsöngur og sameiginlegur jólasöngur fyllir kirkjuna og hjörtu gleði og undirbýr okkur fyrir komandi jólahátíð.
Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju að njóta samveru, gleði og aðventufriðar!
Dagskráin í dag 21. des '25:
Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir
11:00 Fjölskylduguðsþjónusta
Prestur: Sr. Eiríkur Jóhannsson. Umsjón með barnastarfi: Rósa Hrönn Árnadóttir, Lára Ruth Clausen, Lilja Rut Halldórsdóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barnakór Hallgrímskirkju syngur og leiðir söng. Stjórnandi: Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Jólaball í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustuna.
Kl. 17:00 sama dag verður viðburðurinn Syngjum jólin inn! / Lessons and Carols! – Kórsöngur, almennur söngur & lestrar
Kór Hallgrímskirkju – Steinar Logi Helgason
Kammerkórinn Huldur – Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Dómkórinn – Matthías Harðarson
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Ókeypis aðgangur og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir
Hallgrímskirkja – Þinn staður á aðventunni

