Hádegistónleikar til styrktar "Hróks alls fagnaðar"

23. desember 2025

Dúótónleikar með fallegri strengjatónlist á milli jóla og nýárs

Þann 30. desember kl. 13:00 halda fiðluleikarinn Guðbjartur Hákonarson og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, pop-up / dúó-tónleika í Hallgrímskirkju til styrktar Skákfélagi Laufásborgar "Hróks alls fagnaðar", en skákbörn félagsins stefna á Evrópumót grunnskóla í skák í Króatíu vorið 2026.


Flutt verður falleg strengjatónlist í jóla- og vetraranda, í samræmi við rými kirkjunnar og þá kyrrð sem einkennir þennan fallega árstíma. Tónleikarnir eru 30 mínútur. Kirkjan er opin almenningi og turninn aðgengilegur gestum.


Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum og allur ágóði rennur óskertur til félagsins.


Hægt er að styrkja skákbörn Hróks alls fagnaðar með því að leggja inn á reikningsnúmer félagsins: 0357-22-002669 kt. 701023-1530 Einnig verður hægt að leggja inn með korti og gefa pening á staðnum auk þess sem hægt verður að gefa í gegn um tix þegar nær dregur.


Öll hjartanlega velkomin!