Hallgrímskirkja óskar eftir kórstjóra fyrir nýjan barnakór
4. júní 2025

Hallgrímskirkja óskar eftir kórstjóra fyrir nýjan barnakór
30% starfshlutfall – spennandi nýtt tónlistarverkefni með möguleika á auknu starfshlutfalli
Hallgrímskirkja í Reykjavík auglýsir eftir metnaðarfullum og skapandi kórstjóra í 30% starf með möguleika á auknu starfshlutfalli.
Aðalverkefni kórstjórans er að leiða uppbyggingu og stjórna nýjum BARNAKÓR HALLGRÍMSKIRKJU.
Kórstjórinn vinnur í nánu samstarfi við organista og presta kirkjunnar.
Kórinn er safnaðarkór og tekur þátt í helgihaldi og tónlistarlífi safnaðarins 2-3 sinnum á önn.
Launagreiðslur miða við launataxta tónmennta-/tónlistarkennara.
Helstu kröfur:
-
Krafist er menntunar í kórstjórn og / eða reynslu af tónlistarstarfi með börnum.
-
Mikil áhersla er lögð á hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Æskilegt er að kórstjórinn hafi góða íslenskukunnáttu.
Helstu verkefni:
-
Stofnun og skipulagning nýs barnakórs
-
Vikulegar kóræfingar
-
Þátttaka í helgihaldi og tónlistarlífi Hallgrímskirkju 2-3x á önn
-
Nánari upplýsingar veitir Björn Steinar Sólbergsson, tónlistarstjóri og organisti í Hallgrímskirkju í síma 8561579.
Umsóknir merktar „Starfsumsókn“ ásamt prófskírteinum og ferilskrá sendist til Hallgrímskirkju v/Hallgrímstorg, 101 Reykjavík, eða á netfangið
bjornsteinar@hallgrimskirkja.
is Umsóknarfrestur er til og með 21. júní n.k.
Matsnefnd leggur tillögu um ráðningu fyrir sóknarnefnd.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst n.k.
Öllum umsóknum verður svarað.