Hátíðarmessa á nýársdag í Hallgrímskirkju kl. 14:00
Nýtt ár hefst með hátíðlegri guðsþjónustu í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 1. janúar kl. 14:00.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, og Elmar Gilbertsson, tenór, syngur einsöng.
Verið hjartanlega velkomin að hefja nýtt ár í Hallgrímskirkju