HyperOrgel / Intelligent Instruments Lab í Hallgrímskirkju 5. og 7. febrúar 2026

21. janúar 2026

HyperOrgel – MIDI - Mini - orgelhátíð í Hallgrímskirkju

Dagana 5. og 7. febrúar verður MIDI-Mini-Orgelhátíð í Hallgrímskirkju þar sem tækni og tónlist mætast og gefa áheyrendum nýtt sjónarhorn á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju.

Sjá nánar um viðburði / dagskrá og flytjendur hér að neðan.


Ókeypis aðgangur er á alla viðburði hátíðarinnar og öll hjartanlega velkomin!


Viðburðir:

5. febrúar

Opnun Vetrarhátíðar 2026 verður við Hallgrímskirkju og í beinu framhaldi verða tónleikarnir HyperOrgel með Intelligent Instrument Lab. Á tónleikunum verða flutt glæný gagnvirk (MIDI) tónverk fyrir orgel og blásturshljóðfæri eftir Tómas Manoury, Steinunni Harðardóttur, Jesper Pedersen og Áka Ásgeirsson. Gestir geta streymt inn í kirkjuna og notið tónlistar áður en haldið er áfram í bæinn til að skoða ljóslistaverk á Vetrarhátíð. Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.


7. febrúar

 - Hádegistónleikar kl 12:00-12:30

 - Tónverk flutt kl 13:00

 - Kynning á HyperOrgel og spjall með Áka Ásgeirssyni í norðursal kl 13:20

 - Tónverk flutt kl 14:00

 - Tónverk flutt kl 16:00

 - Tónverk flutt kl 17:00


Dagskrá og flytjendur / program and performers:

Hádegistónleikar/ Matinée kl 12:00-12:30

Örlygur Steinar Arnalds - r lego, 3m 52s)

Yulia Vasileva - nýtt verk

Ronja Jóhansdóttir - nýtt verk

Gunnar Andreas Kristinsson - nýtt verk

Guðmundur Vignir Karlsson - nýtt verk

Arnljótur Sigurðsson - nýtt verk


Kynning / introduction kl. 13:20-13:50 

– Áki Ásgeirsson leiðir umræður 


Tónverk á heila tímanum / HyperOrgel on the hour

kl 13:00 Dettifoss

kl 14:00 Victor Shepardson and Julie Zhu

kl 16:00 Svartþoka

kl 17:00 HyperOrg


HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR