Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Inger Lise Ulsrud, orgel - Uranienborg kirke, Oslo

Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 20. ágúst kl. 17
Inger Lise Ulsrud, orgel - Uranienborg kirke, Oslo
Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/15696/
Aðgangseyrir 3.500 kr.

Inger-Lise Ulsrud er prófessor í orgelleik og spuna við tónlistarháskólann í Ósló og organisti Uranienborgarkirkju. Hún hefur komið fram á tónleikum víða um heim, hefur tekið þátt í fjölda orgelhátíða í Rússlandi og mörgum Evrópulöndum og haldið fjölda meistaranámskeiða erlendis og í Noregi. Hún hefur komið fram í fjölda sjónvarps- og útvarpsþátta og leikið á inn á geislaplötur. Inger-Lise var til nokkurra ára yfirmaður kirkjutónlistardeildar tónlistarháskólans í Osló. Hún sat í nefndinni fyrir útgáfu norsku sálmabókarinnar 2013. Hún hefur einnig verið í dómnefnd við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi, stjórnarmaður á Alþjóðlegu kirkjutónlistarhátíðinni í Osló og Orgelhátíðinni í Osló. Árið 2018 kom út bók hennar Organ Improvisation. Ulsrud situr reglulega í dómnefndum á alþjóðlegum orgelkeppnum, síðast á The 2nd Nordic Organ Competition í Stavanger 2020. Hún var listrænn stjórnandi alþjóðlegu orgelhátíðarinnar Bodø.