Orgelsumar í Hallgrímskirkju - Vincent Dubois, orgel - Notre Dame, Frakkland

Orgelsumar í Hallgrímskirkju
Sunnudagur 13. ágúst kl. 17
Vincent Dubois, orgel - Notre Dame, Frakkland
Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/15736/
Aðgangseyrir 3.500 kr

Vincent Dubois er einn af þremur aðal organistum Notre-Dame dómkirkjunnar í París. Hann er talinn einn af fremstu konsertorganistum í heiminum í dag. Vincent útskrifaðist frá Conservatoire National Supérieur de Musique í París þar sem hann vann til fyrstu verðlauna í mörgum greinum tónlistar, ma. í orgelleik þar sem kennari hans var Olivier Latry. Dubois komst á heimssviðið árið 2002 með því að vinna tvær stórar orgelkeppnir: Alþjóðlegu orgelkeppnina í Calgary og aðalverðlaunin í alþjóðlegu orgelkeppninni í Toulouse, Frakklandi. Í janúar 2016, eftir yfirgripsmikla áheyrnarprufu og samkeppni um stöðu organista við Notre Dame kirkjuna var hann útnefndur einn af aðal organistum Notre-Dame, þar sem hann starfar ásamt Olivier Latry og Philippe Lefebvre. Áður en hann var skipaður organisti í Notre Dame í París starfaði Dubois sem organisti í Soissons dómkirkjunni (2001-2014) og Saint-Brieuc dómkirkjunni (1996-2001). Dubois hefur komið fram á tónleikum víðsvegar um Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu, þar á meðal á fjölmörgum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Hann hefur einnig komið fram sem gestaeinleikari með mörgum hljómsveitum og tónlistarhópum, þar á meðal Philadelphia Orchestra, Los Angeles Philharmonic, Dallas Symphony, Hong-Kong Philharmonic, Orchestre Philharmonique of Radio France, Orchestre National de France, Orquesta Filharmonica del Gran Canaria, Orchestre de Picardie, Orchestre National de Lorraine, Orchestre de Picardie og Orchestre de Bretagne. Árið 2017 kom hann fram á American Guild of Organists kennslufræðiráðstefnu sem haldin var við háskólann í Kansas, og árið 2018 á landsþingi American Guild of Organists í Kansas City, MO.
Dubois hefur leikið inn á fjölda geisladiska, ma. orgeltónlist Franz Liszt frá Vox Coelistis útgáfunni; geisladiskurinn var tekinn upp í St Sulpice í París af JAV útgáfunni; og á geisladisk sem tekinn var upp á St. Etienne de Caen með orgelsinfóníu nr. 3 eftir Louis Vierne og Prelúdíur og fúgur op. 7 eftir Marcel Dupré á Tempéraments-útgáfu Radio France. Orgelleik hans hefur einnig verið útvarpað í Radio France, O.R.F. Vín, CBC Radio Canada, Australian Radio og Pipedreams American Public Media. Auk umfangsmikils tónlistarstarfs gegnir Vincent Dubois hinu virta embætti rektors Tónlistarháskólans í Strassborg í Frakklandi. Auk þess kennir hann jafnframt orgelleik við tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Hann hefur kennt orgelleik við virtar stofnanir eins og Yale háskólann, The Eastman School of Music, The Curtis Institute of Music, Oberlin College, Baylor háskólann, St. Paul háskólann, Emory háskólann og háskólann í Michigan.