Haust og Bach í Hallgrímskirkju 2. október

29. september 2021


Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hóf göngu sína nú í september með glæsilegum tónleikum kórs Clare College í Cambridge þann 18. september síðastliðinn. Á öðrum tónleikum í röðinni þann 2. október næstkomandi, munu þau Björn Steinar Sólbergsson organisti og Guja Sandholt, söngkona, flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Johann Crüger.

Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um hálfa klukkustund. Hægt er að fá miða við innganginn og á tix.is en miðaverð er 2000 krónur, ókeypis er fyrir börn, 16 ára og yngri. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega svo hægt sé að skrá alla í sæti eins og sóttvarnarreglur gera ráð fyrir.

Efnisskrá tónleikanna:

Johann Sebastian Bach 1685 – 1750
Schafe können sicher weiden, aría úr kantötu BWV 208

Johann Crüger 1598 – 1662
Þú sem líf af lífi gefur (texti: Hjálmar Jónsson)

Johann Sebastian Bach
Schmücke dich, o liebe Seele BWV 654

Vergnügte Ruh, beliebte Seelenlust, aria úr Kantötu BWV 170

Toccata í F-dúr BWV 540/I