Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

Það verður fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn kemur, 12. sept. kl. 11:00 í Hallgrímskirkju. Sr. Eiríkur Jóhannsson, Kristný Rós djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir leiða þjónustuna. Björn Steinar spilar á orgelið og kvartett syngur. Fermingarbörn vorsins 2022 er sérstaklega boðuð í guðsþjónustuna og það verður kynningarfundur fyrir þau á eftir. Það verður margt skemmtilegt á dagskrá, bænir, brúður og Kristný Rós verður með hugvekju. Það kemur skemmtilegur gestur í heimsókn, Einar Aron töframaður. Við erum ein stór fjölskylda í Kristi og fjölskylduguðsþjónusta er fyrir allar gerðir af fjölskyldum og fyrir fólk á öllum aldri. Það verður því miður ekki messukaffi á eftir.