Hvað finnst Ragnari Bragasyni, leikstjóra, um Biblíuna?

01. október 2018
Hver er fyrsta minningin um Biblíuna? Eða sú skemmtilegasta? Biblían kemur víða við sögu og flestir eiga sér einhverja persónulega minningu um hana. Persónur eða viðburðir Biblíunnar bergmála einnig í bókmenntum, listum og sögu heimsins. Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. En áherslur samfélaga breytast og spurt er: Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað hefur hlutverki að gegna í menningu samtíðar?

Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja upp persónulega minningu og ræða um nútímagildi biblíuboðskapar. Samverurnar verða á miðvikudögum í safnaðarheimili Hallgrímskirkju kl. 12-12,40. Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.

Stjórnendur eru prestar kirkjunnar, Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson.

3. október Ragnar Bragason, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður

10. október Gunnar Hersveinn, heimspekingur

17. október Auður Bjarnadóttir, jógakennari og leikstjóri

24. október Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor

31. október Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur

7. nóvember Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri

14. nóvember Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur

21. nóvember Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur