Kyrrðarstund 10. desember

Kyrrð í erli dagsins? Þá er kyrrðarstund í Hallgrímskirkju góður kostur. Í kyrrðarstundinni 10. desember leikur Hörður Áskelsson á orgelið og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir íhugun og bæn. Eftir samveruna í kirkjunni verða veglegar veitingar í Suðursal. Allir velkomnir í kyrrðarstund og veitingar kosta 1500 kr. í þetta sinn.