Leifur og Sigríður tala um listaverk sín

HjóninLeifur Breiðfjörð og Sigríður G Jóhannsdóttir hafa unnið stórvirki fyrir Hallgrímskirkju. Hinn mikli vesturgluggi kirkjunnar er verk Leifs og einnig skírnarfontur kirkjunnar. Hann sá um listræna hönnun aðaldyra kirkjunnar og útfærðslu prédikunarstólsins. Sigríður G. Jóhannsdóttir hefur damaskofið altarisdúka fyrir Hallgrímskirkju. Dúkarnir eru með versum úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Sunnudaginn 8. nóvember. kl. 12:30 munu Leifur og Sigríður ganga um kirkjuna og ræða verk sín og list.