Tónleikar til heiðurs heilagri Cecilíu með Kór og Camerata tónlistardeildar LHÍ

18. nóvember 2016
 

Tónleikar LHÍ til heiðurs heilagri Cecilíu


Hallgrímskirkja laugardaginn 19. nóvember kl. 14. 


Aðgangur ókeypis! 




 

Tónleikar til heiðurs heilagri Cecilíu með Kór og Camerata tónlistardeildar LHÍ í Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14. 

Aðgangur  er ókeypis og allir velkomnir!

 

Á efnisskránni verða verk fyrir kór, einsöngvara og hljóðfæraleikara til heiðurs heilagri Sesselju eftir Benjamin Britten og Henry Purcell, sónata fyrir trompet og strengi eftir Henry Purcell auk mótetta og madrigalar eftir John Taverner, Thomas Tallis, William Byrd, Thomas Weelkes og James MacMillan.

 

Flytjendur á tónleikunum eru Kór og Camerata tónlistardeildar LHÍ undir leiðsögn Sigurðar Halldórssonar. Þá stjórnar Birgit Djupedal flutningi á kantötu Purcells.

 

Einleikari á tónleikunum og sérstakur gestur verður Dr. Simon Desbruslais trompetleikari sem kemur frá tónlistardeild háskólans í Hull á Englandi. 

 

Tónleikarnir eru samvinnuverkefni tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju.