Tónleikar haust 2025 – Dagskrá / Concert program for autumn 2025 at Hallgrímskirkja

28. ágúst

HALLGRÍMSKIRKJA – Tónleikar haust 2025
/ Concerts autumn 2025 (Program below)

Tónleikaröðin Haust í Hallgrímskirkju hefst með tónleikum laugardaginn 6. september kl. 12 þar sem orgelleikarinn Erla Rut Káradóttir og messósópransöngkonan Guja Sandholt flytja fjölbreytta dagskrá. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð sem spannar haustið fram í nóvember og býður bæði íslenskum og erlendum listamönnum til okkar í Hallgrímskirkju.

Í september fáum við heimsókn frá Voces8, einum virtasta kammerkór heims, sem kemur fram með orgelleikaranum Pétri Sakari. Þetta verða stórtónleikar haustsins þar sem áheyrendur fá að upplifa sönglist í hæsta gæðaflokki í stórfenglegu hljómrými kirkjunnar.

Í október halda hádegistónleikarnir áfram með glæsilegum listönnum, en m.a. mun Kór Hallgrímskirkju halda eigin tónleika undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Í nóvember tekur við margvísleg dagskrá: orgel- og söngtónleikar með heimafólki, Allra heilagra messa þar sem Hymnodia kammerkór og Kammerkór Norðurlands flytja Missa brevis eftir Kodály, og sérstakir tónleikar í samstarfi við Iceland Airwaves þar sem hinn heimsþekkti organisti Roger Sayer stígur á svið. Að lokum verða tónleikar í samstarfi við Listaháskóla Íslands, þar sem ungt tónlistarfólk framtíðarinnar flytur sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar.

Dagskrá Haustsins í Hallgrímskirkju 2025 býður áheyrendum einstaka upplifun í einu fallegasta tónlistarrými landsins.

Dagskrána má finna hér að neðan:
/ The autumn concert program for 2025 can be found here below::

Ljósið í 90 ár / Light for 90 years
Laugardagur 6. september kl. 12 / Saturday September 6th at 12 hrs
Erla Rut Káradóttir orgel / organ
Guja Sandholt messósópran / mezzo soprano
Miðar / Tickets HÉR 
Aðgangseyrir / Admission ISK 2.900

VOCES8 TWENTY!
Voces8 & Pétur Sakari
Laugardagur 27. september kl. 17 / Saturday September 27th at 17 hrs
Miðar / Tickets HÉR
Aðgangseyrir / Admission ISK 9.500

Sál tékkneskrar tónlistar í hjarta Reykjavíkur / The Soul of Czech Music in the Heart of Reykjavík
Laugardagur 4. október kl. 12 / Saturday October 4th at 12 hrs
Lenka Mátéová orgel / organ
Viera Gulázsi Manasková sópran / soprano
Aðgangseyrir / AdmissionISK 2.900

HAUTTÓNLEIKAR KÓRS HALLGRÍMSKIRKJU / The Choir of Hallgrímskirkja Autumn Concert
Sunnudagur 26. október kl. 17 / Sunday October 26th at 17 hrs
Kór Hallgrímskirkju / The Choir of Hallgrímskirkja
Steinar Logi Helgason stjórnandi / conductor
Aðgangseyrir / AdmissionISK 4.900

Lumière Céleste – Himneskt ljós / Matinée 
Laugardagur 1. nóvember kl. 12 / Saturday November 1st at 12 hrs
Björn Steinar Sólbergsson orgel / organ
Sólbjörg Björnsdóttir sópran / soprano
Aðgangseyrir / AdmissionISK 2.900

ALLRA HEILAGRA MESSA / All Saints' Day
Kodaly – Missa brevis
Sunnudagur 2. nóvember kl. 17 / Sunday November 2nd at 17 hrs
Hymnodia Kammerkór & Kammerkór Norðurlands
Eyþór Ingi Jónsson orgel / organ
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnandi / conductor
Aðgangseyrir / AdmissionISK 4.900

INTERSTELLAR – Iceland Airwaves Partner Event
Föstudagur 7. nóvember kl. 18 / Friday November 7th at 18hrs
Roger Sayer, orgel / organ
Miðar / Tickets HÉR
Aðgangseyrir / AdmissionISK 3.900

Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
LISTAHÁSKÓLINN Í HALLGRÍMSKIRKJU / Iceland University of the Arts
Laugardagur 22. nóvember kl. 14 / Saturday November 22nd at 14 hrs
Ókeypis aðgangur / Free entry

Miðasala á tónleika fer fram í Hallgrímskirkju og www.tix.is
Tickets are available at Hallgrímskirkja and online on www.tix.is

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR