Tvennir tónleikar laugardaginn 24. apríl í Hallgrímskirkju

22. apríl 2021


Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari verða með tvenna tónleika í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14:00 og kl. 16:00.

Hjörleifur Valsson ( 1970) fiðluleikari er í heimsókn á Íslandi þessa dagana en hann býr í Asker, rétt fyrir utan Ósló. Þar er hann sjálfstætt starfandi hljóðfæraleikari auk þess að kenna fiðluleik.
Jónas Þórir ( 1956) er kantor í Bústaðakirkju, tónskáld og píanóleikari.

Tengsl þeirra vina ná langt aftur og hafa þeir unnið mikið saman í gegnum árin. Noregur tengir þá líka því báðir hafa verið þar í námi og eiga þar sterk tengsl. Áður en Hjörleifur fluttist af landi brott unnu þeir mikið saman bæði við kirkjulegar athafnir sem veislutónlist og tónleikahald. Í tilefni heimsóknarinnar á heimaslóðir ákváðu vinirnir að bjóða upp á tónleika í Hallgrímskirkju. Efnisskráin verður afar fjölbreytt, allt frá Bach til Bítlanna um heim þjóðlaga, kvikmynda og sígildrar tónlistar.

Öllum sóttvarnarreglum og tilmælum verður fylgt!

Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og er miðaverðið 5.000 kr.
Greiðsluposi verður á staðnum.

Tónleikagestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið vidburdir@hallgrimskirkja.is. Vinsamlegast takið fram fjölda miða, kennitölur allra sem þið skráið og hvort þið viljið miða á tónleikana kl. 14 eða 16.

Nánari upplýsingar veita Jónas Þórir 892 9671 og Hjörleifur Valsson í síma +47 93491895.