Pistlar og predíkanir: Apríl 2022

Rósir og páskar

17.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Við getum orðið föst í kyrruviku lífsins, misst sjónar á hve dramatískt lífið er, farið á mis við að skoða möguleika í lífi okkar og lífshætti. Við getum tamið okkur lokaða heimssýn í stað opinnar. Við getum orðið föst í einhverri sprungu föstudagsins langa eða lokast á laugardegi og aldrei upplifað páska. Páskarnir eru opnun, að horfa upp, komast upp úr byrginu, að sjá að bjargið sem hefur verið okkur farartálmi eða fyrirstaða er farið og hefur verið velt frá. Okkur getur jafnvel lánast að sjá engil sitjandi á grjótinu. Boðskapur hans er: Jesús er ekki hér, hann er farinn, hann er farinn á undan ykkur, farin heim!

Frá toppi til táar

15.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Verk Jesú var guðsríkisgjörningur. Dagurinn var og er ekki laugardagur, þvottadagur líkamans. Skírdagur er dagur til að hreinsa lífið, skíra andann, sýna eðli trúarlífsins og til hvers Guðsríkið er.

Tré í kirkju og pálminn í Hallgrímskirkju

10.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Á pálmasunnudegi ættum við að leggja niður okkar eigin pálma og eigin blekkingar og opna augun fyrir djúpmálum lífsins. Nú hefst tími íhugunar á lífsdrama kristninnar sem eiginlega er um okkur, líf okkar og val. Ekkert okkar er án vanda og áfalla, en sagan er þó um að lífið er gott, Guð er nærri og sagan endar gæfulega. Af hverju er tré í kirkju?