Heiðurssæti
20.10.2025
Prédikanir og pistlar
Já, auðmýktin er ekki að beygja sig undir ok valdsins heldur að horfa lengra, sjá víðar og vera tilbúin að nota viskuna sem býr í því að valdeflast í elsku til náungans. Á því þreytist sá sem okkur elskar aldrei á að gera, Jesús frelsari heimsins.
Kristur sem tók hlutverki sínu af gleði og dvaldi ekki í bergmálshelli fræðimanna og fyrirfólks. Hann fór þangað til að ögra, skoða, eiga samtal til að breyta og umbylta. Halda erindi sínu á lofti að Guð – sem skapaði er líka sá sem er, lætur sig varða veröldina.