Fjölskyldumessa í Hallgrímskirkju
11. febrúar 2018 kl. 11
Umsjón Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Barna- og unglingakórinn syngur.
Stjórnandi Ása Valgerður Sigurðardóttir. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Messuþjónar og starfsfólk sunnudagaskólans aðstoða.
Eftir messu verður bollusala til styrktar barna- og unglingakórnum, söngur og leikir inn í Suðursal.
Bæði fullorðnir og börn eru hvött til þess að mæta í búningum í tilefni að öskudeginum.
Verið hjartanlega velkomin.
Messuskráin er hér fyrir neðan í tölvutæku formi. Það er sniðugt og umhverfisvænt að niðurhala henni niður í símann og fylgjast með messunni þannig.
180211.Sunnudagur.í.föstuinngangi - Fjölskyldumessa