Farið verður í stutta safnaðarferð eftir messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. júní.
Ekið verður með rútu á Hvolsvöll þar sem snæddur verður síðbúinn hádegisverður og síðan skoðuð Eldfjalla- og jarðskjálftasýningin á Hvolsvelli,
Lavacentre .
Einnig er á dagskrá að skoða kirkjuna á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð.
Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 12.15 og áætluð heimkoma er um kl. 18.00. Allir velkomnir og gjald fyrir ferðina er kr. 5.500.