Kór Hallgrímskirkju tekur þátt í 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

7. mars 2025

Kór Hallgrímskirkju tekur þátt í 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kór Hallgrímskirkju ásamt Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmælistónleikum sveitarinnar í Eldborg í Hörpu frumfluttu í gær Darraðarljóð eftir Jón Leifs. Í kvöld verða aðrir tónleikar hljómsveitarinnar fyrir fullum sal Eldborgar, en einnig var leikið fyrir fullu húsi í gær. Önnur verk tónleikanna eru frumfluttningur á Glaðaspraða sem er nýr hátíðarforleikur eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur. Einleikari á tónleikunum er Víkingur Heiðar sem flytur fimmta píanókonsert Beethovens og lýkur tónleikunum með flutningi á Ein Heldenleben eftir Richard Strauss. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen.

Ef þið hafið áhuga á að horfa á tónleikana í beinni útsendingu í kvöld, föstudaginn 7. mars kl. 19:30 er hægt að fylgja þessari smellu   á heimasíðu RÚV.

Hér að neðan er texti um Darraðarljóð Jóns Leifs  eftir formann Kórs Hallgrímskirkju, Svanhildi Óskarsdóttur.

Sögusinfónían
Eddu
Edda
Darraðarljóð
Njáls sögu
Eddu

Starfsfólk og kór Hallgrímskirkju óska Sinfóníuhljómsveit Íslands til hamingju með afmælið!  

Myndir: SB

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN STAÐUR!