Messuþjónar
Lifandi þáttaka
Margir gefa af tíma sínum í Hallgrímskirkju sem sjálfboðaliðar. Messuþjónar er einn slíkur hópur sem tekur virkan þátt í helgihaldi.
Hlutverk messuþjóna
Messuþjónar eru sjálfboðaliðar sem hjálpa til við að gera messuna góða og hátíðlega. Meginhlutverk þeirra er að:
- taka á móti og bjóða fólki velkomnið
- lesa Biblíutexta
- útdeila í altarisgöngum
Að taka þátt í messuhópi er hópefli sem gefur mikið og á ekki að vera íþyngjandi. Sigrún Valgeirsdóttir, reyndur messuþjónn, segir:
„Mér finnst stórkostlegt að taka lifandi þátt í starfinu, vera með hópi af góðu fólki sem vill leggja sig fram um að gera messuna góða og hátíðlega. Það er hópefli í þessu starfi, gefur mikið í þetta. Það er mikilvægt að þeir sem vilja vera virkir í kirkjunni hafi tækifæri til þess. Meðal þess sem við messuþjónar gerum er að taka hlýlega á móti fólki. Þegar fólk kemur í kirkju á það að finna að það sé velkomið.“

Viltu vera messuþjónn?
Prestar gefa nánari upplýsingar um hlutvekrin og skrá nýja messuþjóna.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir: 7718200 irma@hallgrimskirkja.is
Eiríkur Jóhannsson: 864 0802
eirikur@hallgrimskirkja.is