Streymt úr Hallgrímskirkju frá Aftansöng á aðfangadag og Guðsjhónustu á jólanótt 24. desember 2025
24. desember 2025

Gleðileg jól

Streymt verður beint frá Aftansöng í Hallgrímskirkju á aðfangadag fyrir öll sem eiga ekki heimangengt. Verið hjartanlega velkomin að fylgjast með og njóta hátíðlegrar stundar, kórsöngs og jólaboðskaparins hvar sem þið eruð.
Einnig verður streymt beint frá guðsþjónustu á jólanótt í Hallgrímskirkju á aðfangadag. Fylgist með og takið þátt í hátíðlegri stund, þar sem jólagleði, kyrrð og boðskapur jólanna sameinast í helgri samveru.
Aftansöngur á aðfangadag 24. desember 2025 kl. 18:00
Prestur: Eiríkur Jóhannsson
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar
Einsöngur: Sólbjörg Björnsdóttir, sópran
Hægt er að fylgjast með í gegn um þennan hlekk: https://youtube.com/live/dDLqWeFHI8I?feature=share
Guðsþjónusta á jólanótt, 24. desember 2025 kl. 23:30
Prestur: Irma Sjöfn Óskarsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar
Hægt er að fylgjast með beinu streymi í gegn um þennan hlekk:
https://youtube.com/live/nyzKkyHFUss?feature=share
Gleðileg jól!
Hallgrímskirkja – Þinn staður um jólin
