Viltu syngja með? / Barnakór Hallgrímskirkju óskar eftir söngfuglum
8. janúar 2026
Komdu og syngdu með!
Barnakór Hallgrímskirkju býður unga og áhugasama söngfugla hjartanlega velkomna í hópinn!
Við syngjum saman, lærum ný lög og eigum notalegar stundir í góðum félagsskap.
Á önninni syngur kórinn meðal annars í fjölskylduguðsþjónustu og tekur þátt í hinni skemmtilegu Söngvahátíð barnanna 23. apríl 2026. Kórinn hóf starfsemi sína haustið 2025 og eru æfingar hafnar á nýju ári. Stjórnandi er Fjóla Kristín Nikulásdóttir.
Æfingar eru á miðvikudögum kl. 16:30–17:30. Þátttaka er ókeypis og engin reynsla nauðsynleg.
Skráning í fullum gangi á
Abler.io
Meðfylgjandi myndir tók Hrefna Harðardóttir. Á myndinni hér að ofan syngur Barnakór Hallgrímskirkju ásamt börnum í fjölskylduguðsþjónustu á fjórða í aðventu, 21. desember 2025.
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA