Að þora að breytast

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á boðunardegi Maríu. Prestar: Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kveðjumessa Sigurðar Árna Þórðarsonar, sem í marslok lætur af störfum við Hallgrímskirkju. Barnastarfið er í umsjá Rósu Hrannar, Alvildu Eyvarar og Erlends. 

Boðunardagur Maríu er inntaksríkur dagur. Himininn kyssir veröldina. En hvað merkir að Guð kallar sem gerist í lífi hvers manns og jafnvel í hversdagslegustu aðstæðum?

Í upphafi messunnar verður barn skírt. Í lok athafnar mun Einar Karl Haraldsson formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju flytja ávarp.