Að vakna til lífsins

Að vakna til lífsins!
Messa sunnudaginn 15. september kl. 11

Sextándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari
Organisti er Steinar Logi Helgason
Félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiða söng
Messuþjónar aðstoða

Sunnudagaskóli: Ragnheiður Bjarnadóttir og María Elísabet Halldórsdóttir. 

Gulur september í Sunnudagaskólanum:

Við hvetjum börn og foreldra til að mæta í einhverju gulu og föndrum saman gul armbönd í lok stundarinnar ☀️

Eftir messuna, um kl. 12.15, verður kynningarfundur fyrir fermingarbörn