Foreldramorgnar á miðvikudögum

Á miðvikudagsmorgnum eru foreldramorgnar í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10-12. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Tilgangur foreldramorgna eru meðal annars að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra.
Það er söngstund kl. 11:00. Það er boðið upp á hressingu og stundum kemur góður gestur í heimsókn
Foreldramorgnar eru í umsjón Ragnheiðar Bjarnadóttur píanókennara og Olgu Helgadóttur.