Guð og guðsmyndir Íslendinga

Fræðslusamverur Hallgrímskirkju í hádeginu á þriðjudögum í febrúar og mars kl. 12.10-13:00. Þriðjudaginn 7. febrúar verður rætt um guðsmynd og guðstúlkun Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum. 

Hvaða hugmyndir gerum við okkur um Guð? Hvaða áhrif hafa þarfir hvers tíma á trúartúkun og hvernig talað er um Guð? Hvaða guðsmynd hafa íslenskir prestar síðustu 350 ár túlkað og tjáð? Er það sama guðsmyndin allar aldirnar? Á þriðjudagsfundum í febrúar ræðir Sigurður Árni Þórðarson um guðsmyndir Íslendinga í sögu og samtíð. Hver var Guð Hallgríms í Passíusálmunum? Hver var guðsmynd Vídalínspostillu, Guð í túlkun Sigurbjörns Einarssonar og guðsmyndir í nútíma samfélagi Íslendinga? Sigurður Árni Þórðarson er doktor í guðfræði og sóknarprestur Hallgrímskirkju. Þetta eru síðustu fyrirlestrar hans sem þjónandi prests kirkjunnar. Fræðslusamverur Hallgrímskirkju í hádeginu á þriðjudögum verða kl. 12.10-13:00. Léttar veitingar í boði.