Guðsmynd fjölbreytileikans

Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra fjallar um Guðsmynd fjölbreytileikans í hádegiserindi í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. mars. Guðný spyr spurningarinnar "Er Guð með sama heilkenni og ég"
Erindi hennar er í röð erinda sem fjalla um hvernig við fjöllum um Guð í samtíma okkar.
Hvernig við teiknum upp mynd af Guði í samtali við samtímafólk í mismunandi aðstæðum, með mismunandi bakgrunn, reynslu, sýn og kyn.
Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.