Guðsþjónusta fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember kl.11

Fyrsti sunnudagur í aðventu – upphaf kirkjuárs

Sunnudagurinn 28. nóvember 2021 kl. 11

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Eiríkur Jóhannsson

Messuþjónar aðstoða. Lesarar eru fulltrúar frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Bjarni Gíslason og Kristín Ólafsdóttir.

Barnastarf í kjallara Ragnheiður Bjarnadóttir, María Elísabet Halldórsdóttir og Sólveig Franklínsdóttir leiða barnastarfið í kórkjalla í austurenda kirkjunnar, gengið þar inn.

Upphaf jólasöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar.

Kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi: Steinar Logi Helgason.
Forsöngvari Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir.

Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
María Elísabet Halldórsdóttir tendrar ljós á aðventukransi.