HÁDEGISTÓNLEIKAR - Petr Eben - Pílagrímur í völundarhúsi veraldar og í paradís tónlistarinnar

HÁDEGISTÓNLEIKAR
Petr Eben - Pílagrímur í völundarhúsi veraldar og í paradís tónlistarinnar
Laugardagur 1. júní kl. 12
Lenka Mátéová orgel
Hanna Dóra Sturludóttir sópran
Frank Aarnink slagverk 

Flutt verður efnisskrá með verkum eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben.
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is þegar nær dregur tónleikadegi.
Aðgangseyrir 3.000 kr.

Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi frá Konservatóríunni í Kromeriz og mastersnámi í kirkjutónlist frá Prag Academy of Performing Arts. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu og hún hefur leikið einleik
víða í Evrópu.
Lenka hefur starfað á Íslandi frá árinu 1990, fyrst á Stöðvarfirði, svo árin 1993-2007 sem kantor við Fella- og Hólakirkju, þar sem hún vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Haustið 2007 var hún ráðin í fullt starf sem kantor við Kópavogskirkju. Auk starfa sinna við kirkjur hefur Lenka kennt orgelleik við Tónskóla þjóðkirkjunnar í 25 ár og nemendur hennar starfa víða um Ísland.
Lenka hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Lenka hefur verið meðleikari með Karlakór Reykjavíkur, Drengjakór Reykjavíkur, Mótettukór og Hljómeyki. Hún hefur spilað með þeim á tónleikum, í upptökum fyrirsjónvarp, útvarp og á hljómdiska.

Hanna Dóra Sturludóttir hefur um árabil verið ein af okkar fremstu söngkonum og hefur átt farsælan feril á óperusviði og tónleikapalli víða um heim. Fjöldi þeirra hlutverka sem hún hefur sungið eru nú um 60 talsins. Hanna Dóra hefur komið reglulega fram á ljóðatónleikum, sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölmörgum tónleikum og síðastliðin ár hefur hún sungið ýmis hlutverk í sýningum Íslensku óperunnar. Má þar helst nefna titilhlutverkið í Carmen, Eboli prinsessu í Don Carlo, Donnu Elviru í Don Giovanni, Brothers eftir Daniel Bjarnason og Marcellinu í Brúðkaupi Figarós. Árið 2014 hlaut Hanna Dóra Íslensku tónlistarverðlaunin og fylgdi þeim nafnbótin „Söngkona ársins“ fyrir túlkun hennar á Eboli prinsessu. Hanna Dóra leggur sérstaka áherslu á flutning nýrrar tónlistar og hefur unnið náið með Snorra Sigfúsi Birgissyni tónskáldi undanfarin ár. Hún vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í óperunni KOK sem frumflutt var í Borgarleikhúsinu og hlaut tilnefningu til Grímunnar sem söngvari ársins 2021. Hanna Dóra er aðjunkt og fagstjóri söngs við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Frank Aarnink was born in Holland and moved to Iceland in 2001. He is currently a timpanist and percussionist in the Iceland Symphony Orchestra.

He has played timpani with the Reykjavik Chamber Orchestra, including a tour to Russia with Vladimir Ashkenazy as well as playing with the Icelandic Opera, Caput Ensemble and more.o

In Holland he played timpani with the Rotterdam Philharmonic, the Radio Filharmonic, Symphony and Chamber Orchestras, the Metropole Orchestra, the Dutch Chamber Orchestra, and the Orchestras in Arnhem and Maastricht. He has also played percussionð in many orchestras including the Royal Concertgebouw Orchestra.

Frank also performs a lot of baroque music. He has recorded all the Bach cantatas with the Holland Boys Choir. He has also played with the Freiburg Baroque Orchestra, the International Baroque Orchestra of Hallgrimskirkja, and the Gabrieli Consort and Players.

In 2007, together with harpist Katie Buckley he formed Duo Harpverk. To date, they have commissioned over 150 pieces for percussion and harp. They have recorded 2 albums, The Greenhouse Sessions, and Offshoots. Katie and Frank also premiered Stewart Copeland’s Poltroons in Paradise, concerto for harp and percussion, with the Iceland Symphony Orchestra.

Many composers write for Frank and they are intrigued by his vast collection of instruments. He also is very versatile and performs on unusual instruments such as the cimbalom, the saw, theremin and a little Shamisen.

In 2007 Frank was nominated for the “Musician of the Year” award at the Icelandic Music Awards.

www.sinfonia.is
www.duoharpverk.com