Hádegistónleikar - Matinée / Elísabet Þórðardóttir, orgel og Þórður Árnason, gítar

HÁDEGISTÓNLEIKAR
Laugardagur 4. febrúar kl. 12
Elísabet Þórðardóttir, orgel
Þórður Árnason, gítar

Á efnisskránni verður eitthvað fyrir alla frá Bach til Þursaflokksins.

Elísabet Þórðardóttir lauk burtfararprófi í píanóleik frá Nýja Tónlistarskólanum árið 2001 þar sem kennarar hennar voru Ragnar Björnsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Árin 2001-2004 lagði hún stund á framhaldsnám í píanóleik við Musikhochschule Luzern í Sviss. Elísabet hóf nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2012 og lauk þaðan kantorsprófi árið 2017 og einleiksáfanga árið 2018 undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar. Hún starfar núna sem organisti Laugarneskirkju og píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Þórður Árnason lærði upphaflega hjá Gunnari H. Jónssyni gítarkennara og árin 1976 – 1978 stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og svo 1984 – 1986 við Berklee College of Music í Boston.

Þórður Árnason hefur starfað með hinum ýmsu hljómsveitum um dagana, m.a. Brunaliðinu, Þursaflokknum og Stuðmönnum og tekið þátt í fjölda annarra verkefna. Hann hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur auk starfa bæði í sjónvarpi og leikhúsi.
Hann hefur einnig starfað sem gítar- og samspilskennari við M.Í.T., Tónlistarskóla F.Í.H. og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem hann starfar enn.

Miðar fást við innganginn og á https://tix.is/is/event/14794/
Aðgangseyrir 2.500 kr.