Hádegistónleikar - Steinar Logi Helgason, organisti

HÁDEGISTÓNLEIKAR - Steinar Logi Helgason, orgel
Laugardagur 2. mars kl. 12

Steinar Logi Helgason organisti í Hallgrímskirkju flytur verk eftir J.S. Bach, Olivier Messiaen og César Franck.

Steinar Logi Helgason hóf störf sem kórstjóri Hallgrímskirkju í ágúst 2021. Steinar Logi lærði á píanó í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Nýja Tónlistarskólanum og í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann hóf nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2010 og kláraði þar kirkjuorganistapróf og lauk síðar bakkalársgráðu úr Kirkjutónlistarbraut Listaháskóla íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar.
Steinar Logi stundaði meistaranám í ensemble conducting við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan í árslok 2020. Steinar hefur stjórnað fjölda kóra og starfað sem organisti, píanisti og stjórnandi á mörgum vígstöðum. Hann var tilnefndur ásamt Cantoque ensemble sem tónlistarhópur ársins 2021 í flokki Sígildrar- og samtímatónlistar.

Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir 2.500 kr.