Hádegistónleikar - Steingrímur Þórhallsson orgel og Pamela De Sensi flauta

HÁDEGISTÓNLEIKAR

Laugardagur 7. október kl. 12
Steingrímur Þórhallsson orgel
Pamela De Sensi flauta

Frumflutt verða tvö verk fyrir flautu og orgel hið fyrra eftir Eduardo Dinelli og seinna eftir Steingrím Þórhallsson. Einnig verður flutt verkið Tvær hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom, fyrir alt flautu og orgel, eftir Steingrím Þórhallsson sem frumflutt var í Hallgrímskirkju árið 2018 og orgelverk Felix Mendelssohn úr sónötu 4, MWV W 59 III. Allegretto IV. Allegro maestoso e vivace.

Miðasala í Hallgrímskirkju og á https://tix.is/is/event/16278/
Aðgangseyrir 2.500 kr.

Steingrímur Þórhallsson starfar sem organisti við Neskirkju í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hann einnig snúið sér að tónsmíðum, samhliða tónleikahaldi og kórstjórn. Mörg verka hans eru fyrir kór en einnig hefur hann samið talsvert fyrir einleikshljóðfæri og kammerhópa. Samhliða klassískum tónsmíðum semur hann fyrir sjónvarp og hefur tónlist hans verið notuð í sjónvarpsþáttum víðs vegar um heim, meðal annars á CNN, NBC, Discovery, History Channel og NRK.

Pamela De Sensi hefur komið fram á tónleikum víðs vegar bæði sem einleikari sem og í kammertónlist m.a. Á Frakklandi, Spáni, Englandi, Kasakstan, Mexíkó, Íslandi, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Japan, Kína, Bandaríkjunum og víðsvegar á Ítalíu, ásamt því að koma reglulega fram á Íslandi þar sem hún hefur búið frá árinu 2003., m.a. á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Tibra í Salnum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátið. Árið 2009 var henni boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og International Flute Festival Flautissimo í Róm árið 2010,2012, 2015 International Low Flute Festival í Washington 2018 og 2020, NFA Flute Convention í Chicago 2022, það sem hún flutti íslenska tónlist við góðan orðstír. Pamela hefur spilað á plötu Bjarkar UTOPIA. Hún hefur hljóðritað fyrir útvarp á Íslandi (RÚV), í Færeyja, í Bandarikjum, Frakklandi, Spáni, Ítalíu (Radio classica 3), Japan, Kína og Tékklandi. Einnig hefur hún komið fram í sjónvarpi á Íslandi, Ítalíu (Rai 1 og 3), Kína, Spáni, Frakklands, Japan og í Færeyjum. Frá 2022 Pamela er hluti kynningarteymis flautusmiðsins Eva Kingma, en hún er að spila á nýrri sérsmíðaðri Kingma kontrabassaflautu.

HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR, ÞÍN KIRKJA!