Opnun á sýningunni HALLGRÍMSHORFUR
Hallgrímskirkja í Reykjavík er helguð minningu prestsins og listaskáldsins Hallgríms Péturssonar. Minningarár – 350 er yfirskrift dagskrár í kirkjunni sem heldur á lofti þeim arfi sem Hallgrímur hefur skilað til samfélagsins en 27. október eru 350 ár liðin frá dánardægri hans. Arfleifð hans birtist á endurnýjaðan hátt í fjölbreyttri miðlun meðal annars listsýningunni Hallgrímshorfur.
HALLGRÍMUR PÉTURSSON 1614–1674
Hallgrímur er þekktasta sálmaskáld Íslands, en hann orti einnig mikið af veraldlegum vísum og ljóðum um sína daga. Kunnastur er hann fyrir Passíusálmana fimmtíu um pínu Jesú Krists og dauða. Þeir hafa verið íslensku þjóðinni hjartfólgnari en nokkurt annað skáldverk, verið gefnir út meira en hundrað sinnum, oftar en nokkur önnur íslensk bók og þýddir á fjölda erlendra tungumála. Árlega eru Passíusálmarnir lesnir í Ríkisútvarpinu á föstunni og fluttir í mörgum kirkjum á föstudaginn langa. Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum er varðveitt í Þjóðarbókhlöðunni og er á heimsminjaskrá UNESCO. Einlægni, trúarþel, djúp viska, orðkynngi og málsnilld eru aðalsmerki Passíusálmanna. Óháð trú og lífsskoðunum hefur fólk hrifist af þeim og notið þeirra. Enn þann dag í dag sækja listamenn innblástur í þá og önnur verk Hallgríms. Slík verk eru oft að sjá og heyra í Hallgrímskirkju í dagskrám sem helgaðar eru minningu Hallgríms Péturssonar. Í tilefni 350 ára ártíðar hans er í ár efnt til ýmissa viðburða, þar á meðal Hallgrímshátíðar dagana 20.–27. október.
--ENGLISH--
HALLGRÍMUR PÉTURSSON 1614–1674
Hallgrímur Pétursson is Iceland’s most renowned devotional poet, who also composed many secular verses and poems. He is best known for his fifty Hymns of the Passion about the sufferings and death of Christ, which over the centuries have been cherished by Icelandic readers beyond other literature. They have been published more than 100 times – more often than any other Icelandic book – and translated into many languages. The Hymns are read on RÚV national radio during Lent each year, and in many churches they are read aloud on Good Friday. Hallgrímur Pétursson’s autograph manuscript of the Hymns of the Passion is in the keeping of the National Library of Iceland, and it is listed on the UNESCO World Heritage List.
The hallmark of the Hymns is sincerity, spirituality, profound wisdom and metaphysical power, eloquence and rhetorical brilliance. People of all beliefs, and none, have been captivated by the poems and taken pleasure in them. The Hymns of the Passion and Hallgrímur’s other writings continue to be a source of inspiration for artists; such works are often to be seen and heard in Hallgrímskirkja as part of programmes in memory of Hallgrímur Pétursson. This year, 2024, the 350th anniversary of the poet‘s death is being commemorated by various events. including the Hallgrímur Pétursson Festival, 20 to 27 October.
HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR f. 1984
Myndlist Hallgerðar vakti snemma verðskuldaða athygli og í framhaldinu hafa henni boðist ýmis áhugaverð tækifæri til að sýna verk sín. Hún lauk MA gráðu í myndlist frá Valand listaháskólanum í Gautaborg og hafði áður lokið námi frá listaháskólanum í Glasgow með áherslu á ljósmyndun. Auk þess að fást við eigin sköpun hefur Hallgerður einnig sýnt færni í sýningarstjórnun og ritun.
Hallgerður er mjög meðvituð um sögu ljósmyndunar, eiginleika hennar sem miðils og tækifærin sem felast í tækninni. Af tilfinninganæmi, látleysi og einlægni fangar hún augnablik með ljósmyndinni og útfærir á einstakan hátt. Á sýningunni Hallgrímshorfur veitir hún áhorfendum aðgang að persónulegum hugleiðingum um líf og list tveggja einstaklinga ólíkra tímaskeiða, en 370 ár aðskilja Hallgrím Pétursson og Hallgerði Hallgrímsdóttur.
Fleiri upplýsingar um listakonuna má finna á heimasíðunni hennar: https://hallgerdur.com/
--ENGLISH--
HALLGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR b. 1984
Hallgerður attracted attention for her art at an early age, leading to many exciting
opportunities for her to show her work. She gained her MFA from the Valand
Academy in Göteborg, Sweden, having previously graduated from the Glasgow
School of Art, where she had specialised in photography. In addition to her own
artistic practice, Hallgerður has also proved a talented curator and writer.
Hallgerður is deeply conscious of the history of photography, its qualities as a
medium, and the potential of the technology. With sensitivity she unobtrusively
and sincerely captures the moment in the photograph, which she goes on to
develop in her own way. In her exhibition Hallgrímur in Prospect she grants the
observer access to her personal reflections on the life and work of two
individuals of different eras, separated by a period of 370 years: Hallgrímur
Pétursson and Hallgerður Hallgrímsdóttir.
Hallgerður attracted attention for her art at an early age, leading to many exciting
opportunities for her to show her work. She gained her MFA from the Valand
Academy in Göteborg, Sweden, having previously graduated from the Glasgow
School of Art, where she had specialised in photography. In addition to her own
artistic practice, Hallgerður has also proved a talented curator and writer.
Hallgerður is deeply conscious of the history of photography, its qualities as a
medium, and the potential of the technology. With sensitivity she unobtrusively
and sincerely captures the moment in the photograph, which she goes on to
develop in her own way. In her exhibition Hallgrímur in Prospect she grants the
observer access to her personal reflections on the life and work of two
individuals of different eras, separated by a period of 370 years: Hallgrímur
Pétursson and Hallgerður Hallgrímsdóttir.
More information on Hallgerður can be found on her website: https://hallgerdur.com/
HALLGRÍMSHORFUR 8. september til 24. nóvember 2024
Hallgrímshorfur er myndlistarsýnig á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur, sem fædd er árið 1984. Í þeim túlkar hún arfleifð 17. aldar listamannsins Hallgríms Péturssonar og vitnar meðal annars í kunna sálma hans og líf. Hann beitti áhrifamiklu orðafari en hún fangar augnablik í ljósmynd. Báðir listamennirnir tjá sterkar tilfinningar með mennskri hlýju, kímni og alvöru, túlka ástina, sorgina, andlega upphafningu og hversdagslega tilveru.
Á sex ljósmyndarenningum í fordyrinu sýnir Hallgerður okkur leiftur frá kirkjustöðum sem tengjast Hallgrími en kirkjurnar eru síðari tíma byggingar. Myndirnar eru frá fæðingarstað hans Gröf á Höfðaströnd, Hólakirkju í Hjaltadal þar sem hann ólst upp, frá kirkjunum sem hann vígðist til, fyrst Hvalsneskirkju á Hvalsnesi og síðar Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Einnig ljósmyndir frá kirkju sem reist var að Saurbæ en er nú í Vindáshlíð í Kjós og frá Hallgrímskirkju sem reist var Hallgrími til heiðurs og er nú umgjörð sýningarinnar.
Þegar gengið er inn í kirkjuna er sjónum og hugsunum beint upp á við. Þar hanga loftkennd tjöld með áprentuðum ljósmyndum Hallgerðar, tákn andrýmis innan kirkjunnar, listarinnar og alheimsins. Á hliðarveggjum í augnhæð eru innrömmuð ljósmyndapör sem leiða hugann inn á við. Myndirnar túlka tilvistarlegar vangaveltur jarðlífsins og tilfinningalegar áskoranir. Hallgerður speglar sjálfa sig í Hallgrími og
áhorfendur sig sjálfa í verkunum.
Í kór kirkjunnar er sjónum beint út og hugurinn reikar fram og tilbaka í tíma, til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Í fjórum af fimm gluggum eru filmur með myndum af útsýni frá kirkjustöðunum fjórum sem Hallgrímur tengdist.
Miðjuglugginn er hreinn og út um hann má sjá það sem blasir við fyrir utan Hallgrímskirkju. Saman við Skólavörðuholtið rennur landslag Skagafjarðar, Reykjaness og Hvalfjarðar. Útsýni Hallgríms, er fært inn í okkar stað og
stund til íhugunar.
Inga Jónsdóttir sýningarstjóri
--ENGLISH--
HALLGRÍMUR IN PROSPECT
8 September to 24 November 2024
Hallgrímur in Prospect is an exhibition of works by Hallgerður Hallgrímsdóttir, b. 1984. In them she addresses the legacy of 17th-century poet the Rev. Hallgrímur Pétursson, alluding inter alia to his well-known hymns, and to his life. Hallgrímur worked with the power of the word, while Hallgerður captures the moment in a photograph. Both artists convey profound feelings with human warmth, humour and gravity; they express love, grief, spiritual glory and quotidian existence.
In six sets of photographs in the forechurch, Hallgerður offers us glimpses of church sites connected to the Rev. Hallgrímur – though the actual church buildings are of later date. The images are from his birthplace at Gröf, north Iceland; the cathedral at Hólar in the north where he grew up; and the churches where he served as pastor: Hvalsnes in the southwest, and Saurbær in the west. The photographs also include a church which was originally built at Saurbær, and now stands at Vindáshlíð; as well as Hallgrímskirkja (Hallgrímur‘s Church) in Reykjavík, which is dedicated to the poet’s memory, and houses the present exhibition.
On entering the nave, the visitor’s eyes and thoughts are drawn upward to see Hallgerður‘s photographs printed on sheets of translucent fabric – signifying the spiritual dimension within the church, art and the universe.
At eye level on the side walls, ten pairs of framed photographs lead to inward reflection, addressing existential conundrums of life on earth and emotional challenges. Hallgerður reflects herself in Hallgrímur, and by the same token observers reflect themselves in the works. In the chancel the perspective is outward, evoking thoughts that move back and forth in time to past, present and future. Film covering four of the five windows displays views from the four church sites with a connection to Hallgrímur. The middle window is left clear, looking out onto the view from the church itself. The hilltop at Skólavörðuholt in Reykjavík merges with landscapes of north, southwest and west Iceland: Skagafjörður, Reykjanes and Hvalfjörður. The views once seen by Hallgrímur have been brought to us in this time and place for contemplation.
Inga Jónsdóttir, curator
Anna Yates, translator
HALLGRÍMSKIRKJA - ÞINN STAÐUR!