Haydn að vori

Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák efna til tónleika með tónlist eftir Jospeh Haydn sem verða þeir fyrstu í samstarfi milli Hallgrímskirkju og Brákar. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eftir Haydn; Salve Regina í E-dúr fyrir sópran, kór, strengi og continuo (frumflutningur á Íslandi); fiðlukonsert í A-dúr og Missa brevis sancti Joannis de Deo (litla orgelmessan) fyrir sópran, kór, strengi, orgel og continuo.
Við hlökkum til að sjá ykkur í vorskapi og fá að kynna fyrir ykkur Haydn í upprunaflutningi.
 
Hægt verður að kaupa miða við inngang og á tix.is
 
Kór Hallgrímskirkju
Barokkbandið Brák
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Fiðla: Elfa Rún Kristinsdóttir
Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir
Orgel: Björn Steinar Sólbergsson
Efnisskrá:
Salve Regina í E-dúr; Hob. XXIII b:1
Fiðlukonsert í A-dúr; Hob. VIIa/3
Missa brevis Sancti Joannis de Deo í B-dúr (Kleine Orgelsolomesse); Hob. XXII:7
 
 
- - -
The Choir of Hallgrímskirkja and Brák Baroque Ensemble will perform music by Joseph Haydn during the spring concert on the 22nd of May at 17:00. This will be their first collaborative project.
Tickets are available at the door and on tix.is
 
Performers:
Choir of Hallgrímskirkja
Barokkbandið Brák
Steinar Logi Helgason, conductor
Hallveig Rúnarsdóttir, soprano
Elfa Rún Kristinsdóttir, violin
Björn Steinar Sólbergsson, organ
Programme:
Salve Regina in E Major; Hob. XXIII b:1
Fiðlukonsert í A Major; Hob. VIIa/3
Missa brevis Sancti Joannis de Deo í B Major (Kleine Orgelsolomesse); Hob. XXII:7
 
Hér má sjá stutt kynningarmyndband fyrir tónleikana.