Kitty Kovacs - Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025
Laugardagur 12. júlí kl. 12:00
Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is
Aðgangseyrir er: 2.900 kr.

 
ATH! Vegna forfalla mun Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leika í stað Kitty Kovacs. Á efnisskránni eru stórbrotin orgelverk eftir J.S. Bach og Sigfrid Karg-Elert.

Kraftmikil og innblásin tónlist í einum glæsilegasta tónleikasal landsins.

Efnisskrá/ program:

Johann Sebastian Bach 1685–1750  
  Fantasia und fuge g-moll BWV 542
  Andante Trio Sonata e moll BWV 528/II 

Sigfrid Karg-Elert 1877–1933
  Lobet den Herren mit Pauken und Zimbeln schön op 101 nr 5
  Liebster Jesu, wir sind hier op 65 nr 57
  Nun danket alle Gott op 65 nr 59

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR

-------

Kitty Kovacs organisti í Landakirkju, Vestmannaeyjum

Kitty Kovács er fædd í Gyor í Ungverjalandi árið 1980 og útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Gyor og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Búdapest. Á námsárum sínum vann hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti. Frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 2012 hefur Kitty stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og vorið 2017 lauk hún kantorsnámi þaðan. Ári síðar lauk hún þaðan námi í einleiksáfanga.

HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!